Langar þig að breyta um lit á flísunum á heimilinu þínu en tímir ekki að fara út í það að skipta um flísar á öllu rýminu? Það getur verið ótrúlega fljótleg, einföld og kostnaðarlítil leið að mála flísarnar í nýjum lit. Þessi aðferð hefur verið mjög vinsæl undanfarið enda hægt að gjörbreyta rýminu með litlum tilkostnaði og vinnu.
Það er þó tvennt sem þarf að huga að og það er; ertu að fara mála flísar í votrými og rými þar sem mikið álag er á flísarnar eða ertu að fara mála flísar sem minna álag er á. Þessu þarf að huga að því aðferðirnar eru ólíkar; annars vegar er notað einfalt málningarkerfi með akrýlefni og hins vegar tveggja þátta epoxy efni. Hér fyrir neðan verður farið yfir báðar aðferðirnar.