Við kynnum stórkostlega viðbót í vöruúrval Slippfélagsins, áferðavörur frá ítalska hágæða vörumerkinu Novacolor. Hægt er að fá hinar ýmsu áferðir, þar á meðal oxunar-, málm-, steinefna- og steypuáferðir ásamt efni á gólf.
Við erum með útstillingarvegg í verslun okkar Skútuvogi en þar er hægt að skoða allar þær áferðir sem við bjóðum upp á og fletta í gegnum bæklinga sem eru hvor öðrum flottari. Sum þessara efna eru auðveldari en önnur þegar kemur að uppsetningu en við mælum alltaf með að fá fagmann í verkið til þess að fá útkomuna sem óskað er eftir.