Hero image

Vistvænni Viðar

Vistvænni Viðar

Vistvænni Viðar er ný vörulína hjá Slippfélaginu. Vörurnar eru vatnsblandaðar og umhverfisvænar, framleiddur án skaðlegra þurrkefna og lífrænna leysiefna. Vistvænni Viðar vörulínan er ætluð á allt tréverk utandyra. Sjá vörulínuna í heild sinni hér að neðan.

Viðar trévörn

Viðar trévörn er ætluð til notkunar utanhúss, einungis á nýjan eða ómálaðan við, fyrir málun með Viðar grunnmálningu, Viðar hálfþekjandi viðarvörn eða Viðar þekjandi viðarvörn.

Viðar trévörn er öflug vatnsþynnanleg viðarvörn sem inniheldur sérhannaðar olíur sem smjúga vel og bæta viðloðun, verja viðinn gegn upptöku á raka og sveppamyndun.

Blog image

Viðar grunnmálning

Viðar grunnmálning er ætluð til grunnunar á við utanhúss á glugga, viðarklæðingar, þakkanta o.þ.h. sem á að yfirmála með Viðar þekjandi viðarvörn.

Grunnmálningin er vatnsþynnanleg, smýgur vel inn í viðinn og tryggir góða viðloðun. Málningin er vatnsfráhrindandi en er jafnframt opin gagnvart vatnsgufu. Viðar grunnmálning tefur eða hindrar blæðingu viðarkvoðu sem og gróður- og sveppamyndun.

Blog image

Viðar þekjandi viðarvörn

Viðar þekjandi viðarvörn er ætluð á við utanhúss hvort sem er á nýjan við eða til endurmálunar.

Viðar þekjandi viðarvörn er seigfljótandi, vatnsþynnanleg, létt í vinnslu og myndar þekjandi, hálfgljándi, sterka, vatnsfráhrindandi, veður- og ljósþolna filmu.

Blog image

Viðar hálfþekjandi viðarvörn

Viðar hálfþekjandi viðarvörn er ætlað að verja og lita glugga, viðarklæðingar, þakkanta, girðingar o.þ.h. utanhúss. Hentar einnig til að fríska upp á áður málaða fleti með hálfþekandi viðarvörn.

Viðar hálfþekjandi viðarvörn er vatnsþynnanleg, létt í vinnslu, slettist lítið og dregur fram viðarmynstur. Hefur góða smýgni- og væntieiginleika, ásamt því að mynda hálfgljáandi, sterka, vatnsfráhrindandi og veðurþolna filmu. Lituð viðarvörn ver viðinn gegn niðurbrotsáhrifum sólarinnar.

Blog image

Viðar pallaolía

Viðar pallaolía er ætluð á ómálaðan við, t.d. furu og eik. Olían hentar sérlega vel á sólpalla. Viðar pallaolía á að metta viðinn en ekki mynda filmu.

Viðar pallaolía inniheldur vatnsþynnta alkýðolíu sem frískar upp á við, verndar gegn vatnsupptöku, ofþornun, sprungu- og sveppamyndun. Lituð pallaolía ver viðinn gegn niðurbroti af völdum sólarljóss. Ekki er ráðlagt að að nota eingöngu glæra pallaolíu.

Blog image

GOTT AÐ VITA

  1. Hægt er að blanda hvaða lit sem er. Þú einfaldlega velur litinn, tegund VIÐAR viðarvarnar og við blöndum.
  2. Sölumenn Slippfélagsins veita faglegar ráðleggingar til verksins. Kíktu til okkar og við svörum öllum þeim spurning sem á þér brenna.
  3. Í viðarolíum þá er meginreglan 1 líter á 7-8 fm2 miðað við sléttan flöt. Viður sem hefur ekki fengið viðarvörn lengi þarf allt að tvöfalt meira magn.

UNDIRVINNA

Góð undirvinna er jafnan forsenda góðs árangurs. Nýjan við á ekki að þurfa undirvinna en hann á að jafnaði að vera laus við öll óhreinindi. Eftirfarandi aðferð á því fyrir við sem þarfnast viðhalds.

  1. Viðarkvoðu úr kvistum skal skrapa burt og þrífa með terpentínu.
  2. Berið VIÐAR grámahreinsi á viðinn og notið skrúbb til að fjarlægja sveppavöxt, myglu og þess háttar. Látið vinna á fletinum í u.þ.b. 15 mínútur. Í mjög slæmum tilfellum má láta það vinna á fletinum í 60 mínútur. Notið skrúbb til að nudda efninu vel inn í flötinn. Skolið síðan vel með vatni. Ef gömul olía er á pallinum fyrir sem á að fjarlægja skal nota Viðar Pallahreinsi.
  3. Skafið og fjarlægið allan gráma og lausa málningu. Ef um er að ræða kalkaða gamla málningu skal þvo yfirborðið með málningarhreinsi og/eða nota sandpappír til að fjarlægja kalkað yfirborð. Ef viðaryfirborð er mjög slétt og gljáandi, þá skal matta yfirborðið með sandpappír. Fjarlægið allt ryk sem kemur við slípun.
  4. Nauðsynlegt er að skola í burt allar sápuleyfar með hreinu vatni.
  5. Þegar viðurinn er orðinn þurr, þ.e.a.s. með rakastig 18%, er hægt að hefja málun.

SÓLPALLAR OG VIÐARHÚSGÖGN

VIÐAR pallaolía er ætluð til notkunar á við utanhúss og hentar sérlega vel á sólpalla og viðarhúsgögn, til þess að koma í veg fyrir vatnsupptöku. Olían inniheldur efni til varnar sveppa- og gróðurmyndun. VIÐAR pallaolía frískar útlit viðarins, kemur í veg fyrir ofþornun og sprungumyndun. VIÐAR pallaolía er ætluð til notkunar á þrýstivarinn við, furu, tekk, eik, o.fl.

Eftir að undirvinnu er lokið og viður hefur náð 18% rakastigi má bera VIÐAR pallaolíu á viðinn þar til hann er fullmettaður. Í flestum tilfellum duga ein til tvær umferðir. Fleti sem mikið mæðir á skal meðhöndla á hverju ári.

MIKILVÆGT AÐ VITA

  1. Pallaolía er ætlað að metta viðinn en ekki mynda filmu. Þurrkið af afgangs efni.
  2. Sólarvörn felst í litarefnum sem notuð eru til að lita pallaolíuna. Sterkari litur gefur sterkari sólarvörn.
  3. Við málun þarf að hræra reglulega, þar sem pallaolía er þunnfljótandi og litur getur fallið niður á botn. Mikilvægt er að litur sé jafndreifður um dósina við málun.
  4. Úrgangi, notuðum tuskum o.þ.h. skal farga.

SUMARHÚSIÐ OG SKJÓLVEGGIR

Viðarvörn er m.a. notuð til að ná annars fram lit, gljáa og útliti á við.

Þekjandi málningarkerfi

  1. Metta skal alla fleti með VIÐAR grunnvörn. Mjög mikilvægt er að metta vel endatré og samskeyti.
  2. Grunnið með VIÐAR grunnmálningu meðal annars til þess að auka filmuþykkt og fá gott yfirborð fyrir yfirmálninguna.
  3. Málið tvær til þrjár umferðir með VIÐAR þekjandi.

Svona málningarkerfi sem er uppbyggt af gæða grunnvörn, grunnmálningu og yfirmálningu gefur lengstu endingu.

Hálfþekjandi málningarkerfi

Ef óskað er eftir þannig áferð litur og/eða mynstur viðarins haldist er hægt að nota hálfþekjandi málningarkerfi:

  1. Metta skal alla fleti með VIÐAR grunnvörn. Mjög mikilvægt er að metta vel endatré og samskeyti.
  2. Málið 2 umferðir með lituðum VIÐAR hálfþekjandi. Málið fjöl fyrir fjöl til að fá jafna og fallega áferð.

MIKILVÆGT AÐ VITA

  1. Hafi fyrri umferð í hálfþekjandi gefið þann lit sem óskað er, skal sú seinni vera glær því liturinn dökknar við hverja umferð. Ef örlítið vantar upp á litinn eftir fyrri umferð er hægt að þynna litinn með glærum Viðar hálfþekjandi. Þess ber þó að geta að liturinn felur í sér vörn gegn sólarljósi.
  2. Ef of lítill litur er notaður getur grámi byrjað undir filmunni og flögnun átt sér stað. Meiri filmuþykkt og litur gefur lengri endingu.
  3. Sé um að ræða mjög illa farinn við er ráðlegt að skipta yfir í VIÐAR þekjandi.
  4. Litur dökknar við hverja umferð sem máluð er í hálfþekjandi kerfi. Ef vilji er til þess að lýsa upp lit á gömlu yfirborði getur borgað sig að mála eina umferð með gulri Viðari grunnmálningu og mála síðan yfir með þeim lit sem óskað er.