Hafdjúpur
Hafdjúpur var búinn til í samstarfi við Húsgagnahöllina. Liturinn er djúpur, blágrænn litur sem ætti að vera Íslendingum vel kunnur. Þetta er liturinn sem verður til þegar hafið endurspeglar bláma himinsins á grænu yfirlagi þess, djúpi tónninn sem myndast þegar himinn og jörð sameinast. Þar sem hið huglæga og hið jarðlega renna saman í eitt.