decorative image

Hlýr

Hlýr

Hlýr er dökkgrái liturinn sem þú ert búinn að vera að leita að. Hann passar allstaðar og eins og nafnið gefur til kynna er hann í hlýjum tón. Með því að para hann við ljós húsgögn verður hann ljósari og það sama ef hann er paraður við dökk húsgögn, þá verður hann dekkri.

Color image
Color image
Color image
Color image
Color image
Color image
Color image
Color image
decorative image

Gott að vita þegar málað er innanhús

  • Loft eru alltaf máluð á undan veggjum, svo ekki fari málning á nýmálaða veggina.
  • Loft eru oftast höfð ljósari en veggir. Þannig skynjum við herbergi stærri og rýmri.
  • Aukin gljái gerir misfellur á yfirborði meira áberandi. Mött málning felur misfellur betur en gljáandi.
  • Ekki er ráðlagt að mála loft með hærra gljástig en 5. Á veggi í herbergjum og stofu er hægt að nota meira t.d. gljástig 10-20.
  • Í eldhúsi og baðherbergi er mælt með enn hærra gljástigi, t.d. Akrýl 25 eða 85 málningu. Hún er með sveppa- og mygluvörn.
  • Augað skynjar liti mismunandi eftir gljáa, og mattari málning gefur ljósari tón.
  • Litir virðast sterkari á stórum flötum.
  • Lýsing hefur áhrif á liti.
  • Litaprufur geta verið afar hjálplegar við val á litum. Hægt að fá litlar handhægar litaprufur í öllum litum og prófa hinar og þessar litasamsetningar.
  • Ekki er allt sem sýnist í litakortum eða tölvuskjám. Fersk litaprufa af litnum gefur raunverulegustu myndina af litnum.
  • Byrjið ekki á nýrri málningardós á miðjum vegg.
  • Rétt hitastig (15-20 °C) og rakastig (40-70 %) skipta máli hvernig til tekst.
  • Lesið vandlega á dósarmiða áður en vinnan hefst.