Flísar í eldhúsi, forstofu og öðrum rýmum sem ekki eru votrými:
Þegar kemur að því að mála flísar sem ekki mæðir mikið á er notast við akrýlefni og er aðferðin fremur einföld en skrefin eru þrjú.
Flísar málaðar:
- Þrífa með hreinsefni t.d. rauðspritti eða Seinapesu/Kalustepesu til að ná allri fitu og óhreinindum af. Mikilvægt er að hreinsa flísarnar vel en þannig verður viðloðun betri, annars er hætt á að lakkið flagni af.
- Grunna með Kópal Magna sem þarf að þorna í 6-8 klst.
- Lakka tvær umferðir með Helmi 30 lakki eða Akrýl 25. Á gólffleti er mælt með Kópal Granít. Mikilvægt að láta þorna í 6-8 klst á milli umferða.
Flísar í baðherbergi og öðrum votrýmum:
Þegar málaðar eru flísar í votrými eða þar sem mikið álag er á flísunum, t.d. inná baðherbergi, er notað tveggja þátta epoxy efni. Aðferðin er örlítið flóknari en á hinum flísunum en þó vel framkvæmanleg og töluvert ódýrari en að skipta um flísar á rýminu en meðfylgjandi er ítarleg lýsing á aðferðinni og efnum.
- Þrífa alla fitu vel af flísum og allt baðherbergið vel með Seinapesu/Kalustepesu.
- Pússa flísar með meðalgrófum sandpappír, gert svo flísar fái betri viðloðun.
- Þrífa aftur vel og pass að engin fita né sandur sé eftir á flísum.
- Teipa meðfram því sem ekki á að lakka. Setja pappa eða plast yfir innréttingar, bað og gólf.
- Mælum með að vera tveir saman í verkinu.
- Fjárfesta í góðum hönskum og góðri grímu yfir öndunarfæri.
- Lofta vel út en passa að hafa herbergið ekki of kalt því þá er erfiðara að vinna með efnin.
- Gott væri að fjárfesta í hrærara framan á skrúfvél. Notað til að blanda saman efni og herði.
- Kaupa þynningarefni fyrir bæði grunn og lakk. Þegar dósin er opin þykkjast efnin alltaf aðeins meðan maður er að nota þau því er gott að þynna þau til. Athugið að eftir að penslar eða rúllur eru notaðar á eina umferð af tveggja þátta efnum eru þeir ónýtir og því þarf að kaupa umgang fyrir hverja umferð.
- Kaupa lakkið í minni umbúðum, eftir að herðinum og lakkinu er blandað saman hefur maður bara x tíma til að vinna með það og því betra að hafa þetta í minni einingum og blanda nýtt þegar ein dolla er búin.
- Ein umferð af grunni, notuðum gráan tveggja þátta grunn sem heitir Jotamastic.
- Tvær umferðir af lakki, notuðum lakk sem heitir Hardtop.
- Skera meðfram köntum og rúlla á sama tíma, einn að skera og annar að elta strax með rúllu.
- Eftir hverja umferð, mæli við með að taka teipið strax af á meðan lakkið er blautt og teipa svo aftur fyrir næstu umferð. Ef það er ekki gert mælum við með að skera með dúkahníf meðfram teipi áður en það er tekið svo teipið fletti ekki lakkinu af.
- Eftir hverja umferð, loka strax öllum dollum sem eru búnar, ganga frá penslum og fara með út. Sorpa tekur við dósum.
- Frágangur. Eins og kom fram hér að framan er mikilvægt, ef að teipið er ekki tekið af á meðan lakkið er ennþá blaut, að skera með dúkahníf meðfram áður en teipið er tekið svo það fletti ekki lakkinu af. Við mæli svo með að kítta með silíkon kítti í öll sár, meðfram gólfi, meðfram baði, meðfarm innréttingu og annarstaðar svo ekki komist vatn á milli.