1. Þrífa þarf veggi og loft með Seinapesu sápu þar sem fita gæti hindrað viðloðun. Gætið sérstaklega að flötum þar sem mikið álag er einsog við slökkvara eða þar sem rúm hafa verið.
2. Skafa allt sem laust er og sparsla í sár með Dalapro Nova 2-3 umferðir
3. Pússa spartlið með sandpappír grófleika P120 og grunna með Fylligrunni.
4. Mála tvær umferðir eða þar til full þekja næst. Í loftin er algengast að nota Loftur og á veggi Matta, Akrýl 7 eða Björt.