Áhrifavaldurinn og fyrirtækjaeigandinn Agnes Björgvins kíkti í heimsókn til okkar. Hún átti von á sínu fyrsta barni og ætlaði því að gera barnaherbergið tilbúið. Draumurinn hjá henni var að mála veggina í tveimur mismunandi litum og hafa veggina því tvískipta. Þessi aðferð hefur verið vinsæl síðastliðin ár enda er útkoman oftar en ekki stórtkostleg!
Agnes valdi litinn 1/2 Apótek á efri hlut veggjanna, hann er mjúkur, drappaður litur. Agnes vildi láta blanda sinn eigin lit fyrir neðri part veggjana. Draumurinn var að mála með dökkum, grænum lit sem myndi búa til fallegt flæði og karakter. Þá varð liturinn Nes búinn til. Alveg eins og hún hafði óskað sér þá er útkoman vægast sagt falleg. Barnaherbergið er stútfullt af karakter og mun litla krílinu tvímælalaust líða vel inni hjá sér.
1/2 Apótek
1/2 Apótek er, eins og nafnið gefur til kynna, hálf uppskrift af litnum Apótek. Rúnar litameistari blandaði Apótek á sínum tíma fyrir Kidda Sig. málara þegar hann var að mála skemmtistaðinn Apótek. Kiddi hafði komið til Rúnars með hrærigraut í fötu og beðið hann um að blanda þannig lit. Úr því varð Apótek, en hann þótti aðeins of sterkur þannig að við breyttum honum í hálfan Apótek. „1/2 Apótek – er drappaður litur, mjúkur drappgulur. Hann varð strax vinsæll og er enn.“ – Hönnunarteymi Slippfélagsins
Nes
Nes var blandaður sérstaklega fyrir áhrifavaldinn og vinkonu Slippfélagsins, Agnesi Björgvins. Hún átti von á sínu fyrsta barni og var því á fullu í hreiðurgerð. Agnes vildi dökkan, grænan lit sem var fullur af karakter. Úr varð til þessi dásamlegi, kröftugi, græni litur sem fékk nafnið Nes.