1. Tryggja þarf viðloðun áður en málun hefst. Fjarlægja þarf alla fitu, olíu, sót eða önnur óhreinindi með Maalipesu sápu og vatni. Ryk, mold og önnur óhreinindi skal fjarlægja með háþrýstiþvotti. Duftsmitandi fleti og sementshúð (t.d. á flekasteyptum einingum) skal fjarlægja með kröftugum háþrýstiþvotti. Lausa málningu skal fjarlægja með sköfu eða háþrýstiþvotti. Látið þorna í nokkra daga eftir þvott.
2. Laus málning fjarlægð og gert við sprungur og múrskemmdir. Sprungur og múrskemmdir eru vandamál sem borgar sig að leysa í samráði við sérfræðinga á því sviði.
3. Mikilvægt er að bera Sílan á nýjan og ómálaðan stein. Úðið steinflötinn með sílanefni, efnisnotkun 3-5 lítrar á hvern fermetra. Látið sílanið standa í a.m.k. 24 klst fyrir málun. Sílanefni eru borin á steinsteypu til að gera hana vatnsfælna og koma í veg fyrir vatnsskemmdir. Efnið smýgur afar vel inn í steininn og gefur góða vatnsvörn. Mikilvægt er að sílanbera alla viðgerða fleti. Varist að Sílanefni komist í snertingu við gler.
4. Því næst skal grunna sílanborna steininn með 15% þynntri Brynju eða Steypugrunni grunni. Athugið að mikilvægt er að grunna alla viðgerða fleti.
5. Að lokum eru málaðar 2 umferðir með Skjöldur útimálningu eða Stormur útimálningu
6. Lárétta fletti s.s. vatnsbretti skal mála eftir sílanböðun með Þykkmálning.
7. Síðan fara yfir með Skjöldur eða Stormur tvær umferðir.